Röfl sjálfhverfrar húsmóður í úthverfi

er rassinn á mér stór í þessu?

laugardagur, september 25, 2004

sjoppuleg eða hvað?

þið kannist kannski við það hvernig fer ef að kona fer sjoppuleg út úr húsi. það er nefnilega alltaf þannig að ef að kona lætur sjá sig ómálaða, ógreidda og ótannburstaða að a) gamall kærasti er á sömu slóðum eða b) gamall sjéns. þetta er bara eitt af lögmálum náttúrunnar.

nema hvað. konan fór áðan í búðina, sjoppuleg í meira lagi. í max úlpunni sem einhverntíma var hvít. á inniskónum. með tinna-hárgreiðsluna á hreinu, bauga niður að hnjám sem engin tilraun var gerð til þess að fela, stírur í augunum, túrverki dauðans og jámm...þið áttið ykkur á að hin annars óaðfinnanlega kona var frekar léleg á almannafæri.

nema hvað. það var enginn gamall kærasti í búðinni. og ekki heldur neinn gamall séns. og ekki nein leiðindakelling sem má ekki sjá veiku hliðar konunnar.

því dregur konan þá ályktun að hún sé hott svona sjabbí. ef ekki þá hefðu gömlu sjénsarnir allir verið að versla sér salernispappír á sama tíma og konan!

fimmtudagur, september 23, 2004

krambúlerað barn

áðan þegar konan kom heim eftir að hafa auðgað andann, með tölfræði ,vestur á melum beið hennar nokkuð hræðilegt. til stóð að deila því með ykkur, kæru lesendur, með mynd sem send var hingað inn fyrir skemstu en myndin sýnir ekki vel þann skaða sem varð.

verkfræðingurinn ákvað sem sagt í fjarveru konunnar að leika við börnin sín. sem er gott. nema hvað að minnsti sakleysinginn kom ekki of vel út úr þeirri leikvallarferð. verkfræðingurinn sem sagt ýtti blessuðu barninu í rólu eins og ekki væri að um að ræða smábarn í sakleysislegu leivallarleikfangi, heldur fremur eins og hann væri að reyna koma fíl upp stiga.

þarf vart að spyrja að leikslokum.

helmingur andlits litla barnsins er eins og hamborgari.


sko mina.

Myndina sendi svonakona
Powered by Hexia

Mbl.is - Frétt

ekki er þetta til að létta lundina. ekki það að konan geti eitthvað kvartað persónulega. finnst þetta bara skítt. getur fólk ekki talað saman?

kona á ekki að komast í uppnám

séstaklega ekki yfir því sem hún ræður ekki við. en nú er svo farið að konan hefur verið í startholunum við að byrja á verkefni í nokkrar vikur. konan þarf þó að fá annan aðila til að ganga frá málum við þriðja aðila til að verkefnið geti hafist. kona hefur ekki hugmynd um hvar flöskuhálsinn er. ekkert er að gerast. annar aðili fær heimsóknir og tölvupósta oft og iðulega frá konunni. en ekkert gerist.

konan rífressar emilinn sinn á 30 mínútna fresti. og verður stöðugt fyrir vonbrigðum. núna langar konu bara að skríða í holuna sína og grenja. en það er ekki dömulegt. þannig að konan ber á sig gloss og lætur eins og ekkert sé. en allt er samt ekki í lagi. og það er hundfúlt. gremjulegt. grátlegt.

miðvikudagur, september 22, 2004


og svona með leppinn. um daginn þá las konan viðtal við módelpíu sem hafði fengið þennan fjanda og frelsaðist. hefði sennilega betur gert það. en konan frelsaðist ekki. þarf sennilega eitthvað meira til en að líta út eins og beygluð dolla til að konan sjái ljósið. Posted by Hello

einu sinni varð konan lasin. þá leit hún svona út.  Posted by Hello

konur og tippi

það er kunnara en frá þurfi að segja að konur geta ekki skrifað. þær höndla fallusa fremur illa og ef penni er ekki fallus þá...já einmitt.

því finnst mér skrítið að einhverjir geri athugasemdir við að ég ríði ekki bara fram á ritvöllin og beiti pennanum eins og hver annar snillingur. fyrir þá vil ég árétta að ég er kona

ég get ekki skrifað. ég er ekki með tippi. ennþá

þriðjudagur, september 21, 2004

stjörnuspá dagsins

hummm

ég er bara ekki að trúa þessu. það er að útlit sé ekki allt. kommon hvaða besservisserar eru þarna hjá mogganum-sem þar til núna laug aldrei!

SPORÐDREKI 23. október - 21. nóvember
Þú heldur að útlitið skipti öllu, en svo er ekki. Margir eru orðnir þreyttir á því hversu yfirborðkennd/ur þú oft ert. Talaðu út frá hjartanu, og þú eignast vini í þeim sem þig síst grunar.

áhrif kennaraverkfallsins?

áðan hringdi hérna einhver. vart af barnsaldri. og símanum svaraði barn. ekki barn sem búsett er hér heldur gestkomandi sakleysingi.

barnið sem hringdi sagði við barnið sem svaraði : "Þú munt deyja eftir tvær vikur!"

skiljanlega er ungi gesturinn skelkaður.

the things you do for love.

Myndina sendi svonakona
Powered by Hexia

sumt skilur konan bara ekki

til dæmis prófílinn sem snillingarnir hafa skapað í kringum konu á amazon.com.
núna vill svo skemmtilega til að konan hefur verslað þar þó nokkrum sinnum. venjulega hefur verið um að ræða einhverjar bókmenntir eða fræðirit tengd bókmenntum. og einu sinni fyrir margt löngu pantaði kona sér bók um mataræði á meðan á brjóstagjöf stendur. gott og vel.

í tengslum við panntanir konu hefur verið búin til prófíll. og maður gæti haldið að tilboðin sem kona fengi tengdust kannski fagurbókmenntum, kvikmyndum, heimspeki eða póstmódern femínisma. en nei. konan var til dæmis í þessum orðum skrifuðum að líta á sérhönnuð tilboð fyrir sig sem byggja á umræddum prófíl. og satt best að segja er konan hálf ringluð.

1) brauðristarofn-eða´eitthvað álíka fáránlegt heimilistæki
2) eitthvurt annað ónauðsynlegt heimilstæki sem er sennilega líka til að rista brauð-en er hvorki ofn nér brauðrist!
3) kensington orbit usb blablabla mambódjambó músar rotta
4)armband
5) fjögura porta ráter
6) eyrnalokkar
7) HoMedics ES-1 Envira-Spa Aroma & Sound Machine (vatdafokkisþis??)
8) panna!!! (jájá-venjuleg steikarpanna!!)
9) saltkvörn!!!!
10) annað par af eyrnalokkum!

konan heldur að alteregóið hennar sé brjálæðislega dugleg húsmóðir (heimilistækin), alltaf sæt og fín (skartgripirnir) með nettan áhuga á tölvudrasli.

og dísús kræst. alteregóið er greinilega duglegra en konan að panta frá amazon. því hefur greinielega tekist að kæfa femininstan, skáldið, bókmenntafræðingin með bíóáhugan með pöntunum á einhverju drasli.

gamanaðessu?

mánudagur, september 20, 2004

grrrr...

konan er alveg hundfúl. og hræðilega reið. og ekki heima hjá sér. því skiptir miklu máli að kæla sig aðeins. það er nenfilega ekki dömulegt að vera svona reið. kona á ekki að láta leiðinda röfl koma sér úr jafnvægi. kona á að halda rétt á spilunum og taka á vandamálum af yfirvegun.

konu tókst það ekki. og núna eru margir fúlir fyrir vikið.

andskotans, djöfulsins.


hhhhúúúúmmmmm...

ég get, ég kann, ég skil, ég vil

ohhh-allt saman helvítis lygi og ömurlegheit. þvílíkur óbjóður.
Andskotans, djofulsins, helvitis!!

Örbloggfærslu sendi svonakona
Powered by Hexia

verkfræðingar geta verið svooo hrokafullir

og stundum skortir svolítið á gangrýna hugsun hjá þeim. ykkur er óhætt að taka orð konunnar fyrir þessu. hún umgengst nefnilega nokkra slíka reglulega. nýlega var einhver verkfræðinemi sem opinberaði takmörkun sína á sviði gagnrýnnar hugsunnar í nafnlausum pistli í riti sálfræðinema. hann var að fá svar. lesið þetta. það er nokkuð gott.

rauðhærðar konur

eru bara ljóskur með litla félagsgreind. og hvort er nú konan ljóshærð eða rauðhærð?

spurning hvort að telja eigi skapahár með þegar kveðin er upp slíkur dómur? eða er nóg að skoða félagsgreindina?
reyni og reyni að vera ekki vond stelpa.ekki vera vond,ekki vera vond.vera góð, gera rétt.en samt er ég alltaf bara vond. og illt í hjartanum mínu af því að ég er svo vond. geri ekkert rétt. er bara vond,verri, verst. en alltaf soldið góð þegar ég gubba. verst að ég ætla að hætta því. því þó að ég sé rugluð þá er ég ekki heimsk, ekki mjög heimsk allavega. veit að það er ekki sniðugt að gubba. en mér finnst ég vera góð þegar ég gubba. núna er ég að hætta því og þá er ég bara vond. ekki einu sinni gubbugóð.bara óð. feit, óð og ógubbandi

hrædd um að ég sé óforbetranleg

sunnudagur, september 19, 2004Myndina sendi svonakona
Powered by Hexia

we are not in the middel of nowhere.

but we can see it from here.

sóma séma

ó mig auma....

svohh gamanhh

jæja-allt er yfir staðið. úti er ævintýri. köttur útí mýri. og allt það.

konan er sennilega of drukkin til að tjá sig um þetta. nema hvað konan verður aldrei nema dömulega tipsý-þannig að kannski er þetta lagi-svona einu sinni.

það var bara voða gaman. þrátt fyrir að einhvert súrt pakk hafi hennt ávöxtum í konuna. súrum ávöxtum. það hefur sennilega verið vegna þess að konan er svo sæt. einhverjum hefur fundist vanta smá súrt á móti þessu sæta. erþagibara?

nema hvað konan dansaði eins og hún ætti lífið að að leysa. og ekki ein. oneioneonei. við fjallmyndarlegan endurskoðanda. já kæru lesendur, konan gerir sér grein fyrir þessari þversögn-endurskoðendur eru ekki myndarlegir. hvað þá fjallmyndarlegir og dansfærir. en alltaf lærir kona eitthvað nýtt á hverjum degi.

og það var gaman. mjög gaman.

síðan situr kona núna heima, súr og sveitt. full og þreytt.

og hefur horfst í augu við það sem áður þótti óhugsandi. og notið þess. eða að minnsta kosti dansins og dansfélagans.

gónó-kona þarf að sofa af sér nokkra martíní....
Einhver af thessu sura skitapakki henti i mig sitronu? Hvad skal dama gera tha?

Örbloggfærslu sendi ég
Powered by Hexia